Hverjir erum við?
Allt frá upphafi hafa þau Grýla og Leppalúði búið í Lúdentsborgum og hafa þau alið af sér 13 jólasveina. Þegar jólasveinarnir fóru að vaxa úr grasi fannst Grýlu og Leppalúða vera farið að þrengjast um sig í sínum vistaverum og strákana var farið að langa að vera út af fyrir sig. Var því ákveðið að fara í landvinning og finna nýtt heimili fyrir afkvæmin. Leitað var út um allan heim, farið til Finnlands, Grænlands og víðar. En þegar allt kom til alls þá var best að vera í nágrenni við mömmu og pabba, Dimmuborgir var tilvalinn staður til að setjast að í.